Þorsteinn Goði og Guðmundur Kristinn á Special Olympics

Bolvíkingarnir Þorsteinn Goði Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson, félagsmenn í íþróttafélaginu Ívari eru mættir til Abu Dhabi til keppni á Special Olympics. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda 38 keppendur til þáttttöku í 9 íþróttagreinum.

Þorsteinn Goði Einarsson keppir í einstaklingskeppni í badminton og Guðmundur Kristinn Jónasson keppir síðan með honum í Unified tvíliðaleik en þar keppa fatlaðir og ófatlaðir saman. Með þeim fer þjálfari þeirra Jónas L. Sigursteinsson.

Í frétt um málið á Bæjarins besta frá 26. september síðastliðinn segir að áætlað er að leikarnir verði stærsti íþróttaviðburður heims árið 2019, 7000 keppendur auk þjálfara og aðstoðarfólks. Forsvarsmaður Special Olympics samtakanna er Timothy Kennedy Shriver. Samtökin standa að íþróttastarfi fyrir fólk með þroskahömlun og/eða sérþarfir og markmið er að allir eigi sömu möguleika á sigri. Raðað er í úrslitariðla eftir styrkleikastigi og allir keppa við sína jafningja.

Gunnar Torfason er á leikunum og sagði að opnunarathöfnin í gærkvöldi hefðu verið glæsileg og sendi meðfylgjandi myndir.