Vestri: Heimaleikur gegn Hetti

Í dag fer fram leikur Vestra gegn Hetti frá Egilsstöðum á Jakanum og hefst leikurinn kl. 15:00.

Vestri og Höttur eru í harðri baráttu í efri hluta 1. deildar en bæði lið eru með 14 stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna. Andre Hughes sem lék með Vestra fyrir áramót er genginn í raðir Hattar auk þess sem leikmaður Dino Stipcic, sem lék með KR fyrir áramót og Eysteinn Bjarni Ævarsson kemur frá Stjörnunni. Í herbúðum Vestra hafa bæst við þeir Jure Gunjina, sem lék með Breiðablik í úrvalsdeildinni, og Adam Smári Ólafsson sem kemur frá úrvalsdeildarliði Hauka en hefur einnig leikið með Selfossi í 1. deildinni í haust.

Við hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við strákana. Gamla lága miðaverðið 1.000 kr. en afsláttur til eldri borgara og öryrkja.

Drengjaflokkar Vestra og Hattar mættust svo í gærkvöldi.