Núpur BA strandaður

Línubáturinn Núpur BA frá Patreksfirði strandaði í kvöld. Strandstaður er rétt fyrir utan hafnargarðinn á Patreksfirði.Ekki er talin hætta á ferðum.  Ómar Sigurðsson skipstjóri á Þresti BA var að koma úr róðri þegar atvikið átti sér stað og tók meðfylgjandi myndir. Björgunarskipið Vörður er þegar kominn á vettvang.

Múpur BA á strandstað. Myndir: Ómar Sigurðsson.