Neikvæð afkoma Náttúrustofu Vestfjarða voru tæpar 6 milljónir á síðasta ári

Ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða var lagður fram til kynningar á bæjarráðsfundi í Ísafjarðarbæ í vikunni. Þar er gerður fyrirvari um áframhald rekstrar vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu og bent á að þau sveitarfélög sem að stofunni standa bera ábyrgð á rekstri og starfssemi hennar. Sveitarfélögin sem standa að baki rekstrarsamningi við Náttúrustofu eru Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð og svo umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Hlutverk Náttúrustofu er margþætt. Þeim ber að safna gögnum og varðveita heimildir og síðast en ekki síst stunda náttúrurannsóknir. Þá ber þeim að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd, veita fræðslu, upplýsingar og ráðgjöf til stofnanna, sveitarfélaga og annarra sem þess þarfnast. Til að mynda koma starfsmenn Náttúrustofu ævinlega til sögunnar þegar leggja á nýja vegi, til að kanna hvort verið sé að raska viðkvæmu svæði eða fornminjum. Þess vegna er skilgreint hlutverk Náttúrustofu einnig að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, einkum í þeim landshluta sem náttúrustofan starfar. Náttúruvernd ríkisins skal gera samning um slíkt eftirlit við náttúrustofur sem staðfestur er af ráðherra.

Nú ber svo til að afkoma ársins 2017 hjá Náttúrustofu Vestfjarða var neikvæð um 5.870.192 krónur. Afkoman var færð til lækkunar á eigin fé stofunnar.
Seld þjónusta hjá Náttúrstofu Vestfjarða var árið 2017 rúmar 34 milljónir, rekstrarframlög voru ívið lægri eða rúmar 33 milljónir. Þjónustustarfssemi og rekstrarverkefni við sveitarfélög voru 12 milljónir, framlag frá Náttúrufræðistofnun Íslands og öðrum stofum 1,4 milljónir, styrkir námu 8 milljónum og loks voru aðrar tekjur 1.261.978 krónur.

Rekstrargjöldin voru aftur á móti 77 milljónir í laun og tengd gjöld en hjá Náttúrustofu Vestfjarða eru 9 starfsmenn. Launagjöld er stærsti útgjaldaliðurinn en þar á eftir kemur húsnæðiskostnaður upp á rúmar 5 milljónir og ferða- og dvalarkostnaður fyrir tæpar 4 milljónir. Þá er ýmiss kostnaður á 600 þúsund og upp í 1 milljón en í yfirliti segir svo frá öðrum rekstrarkostnaði, sem eru húsmunir, viðhald, sími, námskeið, ráðstefnur og svo framvegis, sem eru þá 7.264.783 milljónir. Mismunur milli rekstrarkostnaðar og tekna er því 5.212.401 milljón og með fjármunatekjum og gjöldum fer neikvæða afkoman í 5.870.192 krónur.

Náttúrustofa Vestfjarða er samstarfsaðili að nokkrum Evrópuverkefnum og er jafnframt fjárvörsluaðili þeirra. Stofan rekur jafnframt Sjóminjasafnið Ósvör og Náttúrugripasafn Bolungarvíkur en fjárhagur safnanna er aðskilinn rekstri stofunnar.

Sæbjörg
bb@bb.is