Flestir ferðuðust innan lands

Hornbjarg.

Nú má finna þá nýbreytni á BB.is að áhugasamir geta svarað spurningakönnun í léttum dúr. Í síðustu viku var spurt hvað lesendur tóku sér fyrir hendur í sumarfríinu, hvort þeir ferðuðust innan lands eða utan, eða sátu einfaldlega heima. 450 manns svöruðu könnuninni og þar af ferðuðust flestir innanlands eða 28%. Næst flestir voru heima, eða 26% enda var veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir. Það sést líka vel á því að aðeins 10% fóru í útilegu. Lítið eitt fleiri ferðuðust um Vestfirði eða 18% og loks fóru 19% til útlanda. Í þessari viku má finna aðra könnun til hægri á síðunni en þar forvitnumst við um hvort lesendur taki þátt í plastlausum september.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA