Þórður úr Vestra valinn í æfingahóp U-18 í knattspyrnu

Þórður Gunnar Hafþórsson, 17 ára leikmaður meistaraflokks Vestra í knattspyrnu, var rétt í þessu valinn í æfingahóp U-18 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Þórður Gunnar hefur verið viðloðandi yngri landsliðin undanfarin ár og hóf feril sinn í U-16. Hann hefur allt frá upphafi lagt gríðarlega rækt við íþrótt sína og því furðar engan sem til hans þekkir, að hann hafi verið valinn í landsliðið. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá Þórði og örugg vísbending um að hann sé kominn langt með að festa sig í sessi sem einn fremsti knattspyrnumaður landsins í sínum aldurshópi.

Sæbjörg

bb@bb.is