Ný heimasíða Vesturbyggðar

Ný heimasíða sveitarfélagsins Vesturbyggðar er komin í loftið. Síðan er hin glæsi-legasta en það er fyrirtækið Kolofon sem hannar síðuna en Greipur Gíslason er verk-efnastjóri í því ferli. Gerður Björk Sveinsdóttir er verkefnastjóri hjá Vesturbyggð og starfandi bæjarstjóri segir í samtali við BB að fullt af skemmtilegum nýjungum sé á nýju síðunni. „Aðgengi að upplýsingum var auðveldað talsvert. Það verður þægilegt að leita á vefnum, t.a.m. í fundargerðum og hægt að sjá allar afgreiðslur mála með því að gerast áskrifandi að málsnúmerum og fá tilkynningar í tölvuósti ef þau eru tekin til afgreiðslu.“ segir Gerður.

Nýjungar á borð við viðburðaskrá, veðurupplýsingar og upplýsingar um færð á vegum er einnig að finna á hinum nýja vef sem Gerður bendir á að sé þó ekki form-lega opnaður. „Síðan er í þróun og við köllum eftir ábendingum frá íbúum og notendum vefsins um hvað má betur fara.

Þetta er búið að vera lengi í umræðunni, vefurinn sem við vorum með var orðinn úr-eltur. Vefurinn er nokkuð frábrugðinn öðrum bæjarvefjum sem hafa verið gerðir síðustu ár. Markmiðið er að hafa vera með sjálfbæra síðu sem þarf ekki stöðugt að uppfæra.“ Gerður segir að markmiðið sé að opna vefinn formlega þegar bæjar-skrifstofur flytja í nýtt húsnæði. En þangað til þá er fólk hvatt til að benda starfsfólki bæjarskrifstofu á ef því finnst eitthvað vanta upp á eða ef eitthvað má betur fara.

Aron Ingi
bb@bb.is

DEILA