Sumaropnun í sundlaugunum

Sumaropnunartími í sundlaugum Ísafjarðarbæjar hefur nú tekið gildi á vel flestum stöðum. Þann 1. júní lengdist opnunartíminn á Þingeyri, þann 4. júní á Suðureyri og hefði gert það líka á Flateyri ef laugin væri ekki lokuð vegna bilana í búnaði. Tæknimenn eru að vinna að viðgerðum svo vonandi opnast hún sem fyrst, enda vinsæl laug hjá mörgum. Sundlaugin á Ísafirði verður einnig lokuð í næstu viku vegna viðhalds en sumaropnun hefst þar 9. júní.

Allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar verða lokaðar á 17. júní nema laugin á Þingeyri sem verður opin á milli klukkan 10 og 18.

Annars er opnunartíminn eftirfarandi:

Sundhöll Ísafjarðar: Virkir dagar: 10 – 21, helgar: 10 – 17.

Suðureyrarlaug: Allir dagar: 11 – 19.

Flateyrarlaug: Virkir dagar: 10 – 20, helgar: 11 – 17.

Þingeyrarlaug: Virkir dagar: 8 – 21, helgar: 10 – 18.

 

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com