Páll Pálsson í prufutúr

Páll Pálsson er farinn í fyrsta prufutúrinn. Mynd: Gunnar Þórðarson.

BB hringdi um borð í Pál Pálsson þar sem hann var á stími út Djúpið, áleiðis í prufutúr. Valdimar Steinþórsson útgerðarstjóri sagði að trollið yrði látið fara fljótlega þegar komið væri á veiðislóð.
Með í för eru sérfræðingar frá Naust Marine sem framleiða togvindubúnaðinn um borð. Einnig er hönnuður skipsins með í för, Sævar Birgisson frá Skipasýn. Páll Pálsson er útbúin til að draga tvö troll sem dregur verulega úr orkunotkun á hvert veitt tonn. Einnig býður það upp á styttir hol og því verður fiskurinn meira lifandi við blóðgun sem bætir gæði aflans umtalsvert. Páll Pálsson mun verða mjög umhverfisvænt veiðiskip ef allar væntingar ganga eftir.
Valdimar sagðist vonast til að lokið verði við uppsetningu á vinnslubúnaði á millidekki áður en júní er allur og fyrsti veiðitúr gæti orðið í upphafi næsta mánaðar.

Gunnar

DEILA