Bergþóra skipuð dómari

Bergþóra Ingólfsdóttir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hefur skipað Bergþóru Ingólfsdóttur í embætti eitt embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólaráðs og jafnframt vera dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Jafnframt voru skipaði sjö dómarar í önnur embætti við héraðsdómstólana.

Héraðsdómararanir átt voru taldi hæfastir samkvæmt mati dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti á grundvelli dómstólalaga.

Að lokinni skipun í embættin ritaði settur dómsmálaráðherra bréf og kom á framfæri við dómsmálaráðherra athugasemdum um verklag og reglur um veitingu dómaraembætta. Dómsmálaráðherra hefur lýst opinberlega yfir vilja sínum til þess að endurskoða þær reglur og telur það nauðsynlegt. Var bréfið jafnframt sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Bergþóra er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 2003 og hlaut héraðsdómsréttindi árið 2004. Hún öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti árið 2011. Hún starfaði hjá ASÍ frá 1982 til 1998 og hjá Mandat lögmannsstofu frá 2003.

DEILA