Ekkert skólahald í Árneshreppi

Engir nemendur hafa verið í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi frá áramótum og þar af leiðiandi ekkert skólahald. Fækkað hefur í hreppnum á síðustu árum og um áramótin fluttu síðustu íbúarnir á grunnskólaaldri á brott.
vEa Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir á vef RÚV að mikilvægt er að geta opnað skólann á ný til að taka á móti nemendum sem koma aftur eða flytja í hreppinn enda sé ekki útséð með að af því verði. Þá bindur hún vonir við að hægt sé að nýta möguleika skólahússins til námskeiðshalds og fleira.

DEILA