Stingum af á Strandir

Urðartindur séður frá Norðurfirði.

Á vegum Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Árneshreppi verður helgina 11.-13. ágúst fjölbreytt dagskrá undir heitinu Stungið af á Strandir, enda verður sjálfur Mugison með kvöldvöku í fjárhúsinu.

Fólk þarf að panta sér gistingu sjálft og bóka sig í ferðir á fi.is. Gestir greiða sjálfir fyrir miða við dyrnar. Miðaverð á hvern viðburð er 4100 krónur. Ókeypis er í göngur helgarinnar. Fjall helgarinnar er Urðartindur.

Föstudagur 11. ágúst.

Mæting á Valgeirsstaði kl. 18. Gengið á Krossnesfjall.


Laugardagur 12 ágúst.

Kl. 09:00. Gengið á Urðartind. Sjóbað eftir göngu og Krossneslaug.
Kl. 18:00. Kjötsúpa á Kaffi Norðurfirði.
Kl. 20. Kvöldvaka með Mugison í fjárhúsinu.


Sunnudagur 13. ágúst
Kl. 09:00. Heimsókn í kirkjurnar og á Kört. Heimferð.

Hámarksfjöldi 30.

DEILA