SFS: vilja fresta strandsvæðaskipulagi fyrir Jökulfirði

Jökulfirðir. Horft til austurs. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, leggja til að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Jökulfirði verði frestað þar sem upplýsingar vantar um veigamikil atriði.

Af hálfu SFS er byggt á því að eftirfarandi mikilvægar upplýsingar skorti :

  • Ekki hefur verið lagt mat á hæfi Jökulfjarða til nýtingar undir fiskeldi með tilliti til burðarþols eða áhættumats
    erfðablöndunar.
  • Ekki hefur verið lagt mat á önnur vænt umhverfisáhrif fiskeldis í Jökulfjörðum og hvernig þau megi lagmarka eftir
    fremsta megni, t.d. með staðarvali og/eða sértækum leyfiskröfum.
  • Ekki hefur verið lagt mat á möguleg byggðaleg áhrif fiskeldis i Jökulfjörðum.
  • Ekki hefur verið lagt mat á vænta tekjuöflun ríkis- og sveitarfélaga af fiskeldi í Jökulfjörðum.

SFS segir að framangreindar upplýsingar verði að telja nauðsynlega forsendu þess að undirbyggja vísindalega og samfélagslega nálgun og tryggja upplysta og malefnalega umræðu um framtíð Jökulfjarða. Ljóst megi telja að sveitarfélög og íbúar við Ísafjarðardjúp eiga ríkra hagsmuna að gæta bæði af verndun náttúru og uppbyggingu á fiskeldi í Jökulfjörðum og því sé sérstaklega mikilvægt að ákvörðun um framtíðarnýtingu svæðisins verði ekki tekin í flyti heldur að undangenginni ítarlegri vistfræðilegri skoðun og samráði við hagaðila.

Engin ástæða til frestunar

Svæðisráðið segir í svari sínu að það telji enga ástæðu til að fresta skipulagsákvörðun fyrir Jökulfirði. Tillaga þess efnis að Jökulfirðir séu í nýtingarflokknum umhverfi og náttúru byggi einkum á samspili milli lands og sjávar. Vísað svæðisráðið til þess að Drangajökulssvæðið sé á náttúruminjaskrá auk þess sem Náttúrufræðistofnun hafi lagt til að svæði verði á B hluta náttúruminjaskrár vegna fuglalífs. Þá hafi svæðisráð haft til skoðunar umsögn Hafrannsóknar-stofnunar við fyrirspurn Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, þess efnis að stofnunin telur tilefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Jökulfjörðum. Loks nefnir svæðisráð að sú ferðaþjónusta sem nýtir óbyggðir Jökulfjarða hafi vaxið að undanförnu og telur svæðisráð mikilvægt að í strandsvæðisskipulagi sé gert ráð fyrir vexti fjölbreyttra atvinnu-greina.

Burðarþolsmat er pólitísk ákvörðun um nýtingu

Svæðisráðið bendir á að á Vestfjörðum séu fáir firðir eftir þar sem ekkert fiskeldi er stundað eða áform um að stunda og segir því enn meiri ástæðu til þess að viðhalda þeirri óbyggðaupplifun sem Jökulfirðir bjóða upp á. Svæðisráðið bendir einnig á að burðarþolsmat er ekki einungis rannsókn Hafrannsóknarstofnunar á því hvað tiltekin fjörður eða svæði þoli mikil lífrænt álag heldur einnig stefna stjórnvalda er varðar leyfisveitingar til framkvæmda.

DEILA