Ísafjörður: bæjarstjórinn kosinn ritari Samfylkingarinnar

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttur, bæjarstjóri var um helgina kosin ritari Samfylkingarinnar. Atti hún kappi við fráfarandi ritara Alexöndru Ýr van Erven. Atkvæðatölur voru ekki gefnar upp en Arna Lára hlaut 59,77% greiddra atkvæða.

Arna Lára Jónsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Í listann frá 2006 og var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 2009-2013 og 2017-2021.

Uppfært kl 14:19. Upplýst hefur verið að á kjörskrá voru 406 og þátttaka í kjörinu hafi verið 64,44%. Út frá þessum upplýsingum má reikna að 261 hafi kosið í ritarakjörinu og atkvæðin hafi skipst þannig að Arna Lára fékk 156 atkvæði og Alexandra Ýr 104 atkvæði og 1 atkvæði hafi verið autt.

DEILA