Almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um almenningssamgöngur á landsbyggðinni fimmtudaginn 31. mars. Gestir geta mætt á fundinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ eða fylgst með í beinu streymi.

Almenningssamgöngur eru mikið í umræðunni á höfuðborgarsvæðinu en mikilvægi þeirra til framtíðar verður ekki vanmetið og er þá horft hvorttveggja til umhverfissjónarmiða og umferðartafa.

Ekki er síður mikilvægt að byggja upp góðar almenningssamgöngur á landsbyggðinni hvort heldur sem er í lofti, láði eða legi.

Vegagerðin hefur það verkefni að fylgja eftir stefnu stjórnvalda í almenningssamgöngum. Vegagerðin ber þannig ábyrgð á heildstæðu leiðarkerfi með ferjum, ríkisstyrktu flugi og almenningsvögnum á landsbyggðinni og að tryggja þannig örugga tengingu á milli byggðarlaga.

Á morgunverðarfundinum verður kynnt hvernig starfi Vegagerðarinnar í þessum málum er háttað og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Einnig verður fjallað um Herjólf sem er dæmi um það þegar almenningssamgöngur eru eina leiðin til og frá byggðarlagi.

Dagskrá

  • Af hverju sinnir Vegagerðin almenningssamgöngum? – Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar.
  • Framtíð almenningssamgangna á landsbyggðinni. – Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar.
  • Herjólfur, þjóðvegur á hafi – Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Morgunverðarfundurinn fer fram í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Hægt er að skrá sig á fundinn hér: Skráning á fundinn

https://youtu.be/zY8s6cn0ePc
DEILA