Miðflokkurinn með mest fylgi á Norðurlandi

Miðflokkurinn er með mest fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi á Norðurlandshluta kjördæmisins, þ.e. Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt kjördæmagreiningu í könnun Gallup. Er flokkurinn þar með 27% fylgi. Framsóknarflokkurinn kemur næstur með 20% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er með 18% fylgi.  Vinstri grænir hafa þar 13% fylgi rétt ein og á Vestfjörðum og Píratar mælast með 8% stuðning. Samfylkingin er smáflokkur á þessum slóðum með aðeins 5% fylgi.

Sterkasta svæði Miðflokksins og  Framsóknarflokksins í kjördæminu er á Norðurlandinu. Fyrir Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Pírata, Viðreisn og Flokk fólksins  er þessi hluti kjördæmisins sá veikasti.

Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra alls
Sjálfstæðisflokkur 25 22 18 22
Miðflokkur 17 16 27 20
Framsóknarflokkur 13 12 20 15
Vinstri grænir 9 13 13 11
Píratar 9 14 8 10
Samfylking 13 8 5 9
Viðreisn 5 5 3 5
Flokkur fólksins 5 5 2 4
Sósíalistaflokkur Íslands 2 6 3 3

 

Á Vesturlandi er sterkasta svæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar en það veikasta fyrir Vinstri græna

Á Vestfjörðum eru Píratar og Sósíalistaflokkurinn með bestu mælingu sína í kjördæminu, en  Miðflokkurinn og Framsókn með sína lægstu fylgismælingu.

Könnun var gerð dagana 28. október 2019 – 2. febrúar 2020. Netkönnun. Úrtak: 2.501 einstaklingar búsettir í Norðvesturkjördæmi, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Þátttökuhlutfall 52,7%.

DEILA