Fjórðungssambandið: veiðigjaldið renni til sveitarfélaga

Yfirlit frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Fjóðrungssamband Vestfirðinga krefst þess ásamt samböndum sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðurlandi vestra að áhrif frumvarps um veiðigjald í sjávarútvegi verði metin eftir
útgerðarflokkum og kjördæmum.  Þá er þess einnig krafist gerð verði greining og lagðar fram tillögur um það hvernig afrakstur veiðigjalda renni til sveitarfélaga í viðkomandi kjördæmi svo fulls jafnræðis sé gætt.

Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi einnig inn sér umsögn um sama frumvarp þar sem greð er grein fyrir ályktunum Fjórðungsþings Vestfirðinga í haust um veiðigjald og um réttláta skiptingu skatttekna og nýtt vinnulag í samskiptum fjárlaganefndar,
ráðuneyta, landshlutasamtaka sveitarfélaga og sveitarfélaga.

Í fyrri ályktuninni er greint frá því að á síðasta ári hafi vestfirskar útgerðir greitt yfir 900 m.kr. í veiðigjöld og að fjárhæðin hafi þrefaldast frá fyrra ári á sama tíma og hagnaðurinn  dróst saman um 80%.

Í þeirri seinni  krefst Fjórðungsþing aukinnar sanngirni í tekjuskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Vill þingið bæta hlutdeild sveitarfélaga í skattstofnum og „koma af stað
skynsamlegri umræðu um hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera af hagnýtingu
auðlinda þar á meðal veiðigjöldum.“ eins og orðrétt segir í ályktuninni.

DEILA