Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Vestfjarðastofa leitast við að svara því á fundi á Teams þann 12. júní kl. 12. Stefanía Kristinsdóttir fjallar þar um samfélagslega nýsköpun og hversvegna hún er mikilvæg fyrir dreifðar byggðir. 

Hér á landi hefur umræðan um mikilvægi samfélags frumkvöðla verið takmörkuð og og aðgerðir til að veita þeim stuðning þar af leiðandi verið takmarkaðar. Innan samfélaga er iðulega að finna verkefni sem hið opinbera og einkageirinn nær ekki yfir. Verkefni sem eru á hendi frumkvöðla sem vilja gera gagn og styðja við þróun á sínu svæði. Samfélags frumkvöðlar stefna að sameiginlegum ávinningi samfélagsins og eru því mikilvægir þar sem þeir bera oft kennsl á tækifæri og áskoranir sem stjórnvöld og rótgróið atvinnulíf takast ekki á við.

Vestfjarðastofa er þáttakandi í verkefninu MERSE, Business Models Empowering Rural Social Entrepreneurship voicing the rural norm. Markmiðið MERSE er að þróa viðskiptamódel, stuðningskerfi og aðstæður fyrir samfélags-frumkvöðla sem annað hvort vilja stofna eða þróa samfélagsdrifin verkefni í dreifðum byggðum. 

DEILA