Háskólasetur Vestfjarða: Sumarvísindaport í dag

Þriðjudaginn 11. júní kl.12.10 verður SumarVísindaport í kaffistofu Háskólasetursins. Þá mun Dr. Laborde ásamt þremur PhD nemum kynna verkefni sem þau hafa verið að vinna að varðandi Baskasetrið í Djúpuvík. Þar heyrum við um Spánverjavígin og hvernig saga Baska og Íslendinga tvinnast saman í gegnum bátasmíði og tónlist. Í nútímasamfélagi getur listasetur eins og Baskasetrið í Djúpuvík, sem helgar sig sögu og listum, verið hreyfiafl til að hjálpa okkur að skilja hvernig menning, saga og listir hafa áhrif á nútímamanninn.
Dr. Denis Laborde er þjóðfræðingur og starfar sem forstöðumaður við Frönsku vísindastofnunina. Hann er sérfræðingur í baskneskri tónlist og hvernig hún getur gert okkur kleift að skilja flóknar tilfinningar og samfélög manna.

DEILA