Ahoy allir saman Svavar Knútur vestra

Á miðvikudag lukust upp dyrnar í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði hvar boðið var upp á sögugönguna Fransí Biskví.

Núna á helginni á laugardag kl.20.00 mætir í hið kómíska leikhús í Haukadal Önfirska söngvaskáldið Svavar Knútur. Hann fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólkið sitt á Vestfjörðum og syngja fyrir gesti, gangandi, vini, velunnara og alls konar.

Í kveld föstudag er hann í Skrímslasetrinu á Bíldudal og á morgun, laugardag, kl.20.00 í Kómedíuleikhúsinu Haukadal. Á tónleikunum mun Svavar Knútur syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru auðvitað velkomin í fylgd með foreldrum.

Miðasala er á www.midix.is

DEILA