Menntaskólinn Ísafirði í 50 ár

Á laugardaginn kl 13 verður brautskráning í Menntaskólanum á Ísafirði og verður athöfnin í Ísafjarðarkirkju. Liðin eru 50 ár frá fyrstu útskrift og hafa liðlega 2.300 nemendur verið brautskráðir.

Á föstudaginn 24. maí kl 17 verður opnuð sýning um nemendasögu skólans og stendur hún til kl 20. Á laugardaginn verður svo sögusýning fra kl. 15 – 17 í húsnæði skólans.

Skólameistari er Heiðrún Tryggvadóttir.

DEILA