Vegagerðin: þungatakmörkun á Vestfjörðum við 10 tonn

Af Dynjandisheiði í febrúar sl. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vegna hættu á slitlagsskemmdum verði viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá og með kl. 08:00 Fimmtudaginn 18. apríl 2024.

Gildir takmörkunin á eftirtöldum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

54 Snæfellsnesvegi frá Borgarnesi vestur yfir Fróðárheiði og að norðanverðu að 58 Stykkishólmsvegi

574 Útnesvegi

58 Stykkishólmsvegi

56 Vatnaleið

60 Vestfjarðavegi frá Dalsmynni til Ísafjarðar

62 Barðastrandarvegi

63 Bíldudalsvegi

622 Þingeyrarvegi

64 Flateyrarvegi

65 Súgandafjarðarvegi

61 Djúpvegi frá Vestfjarðavegi 60 í Króksfirði til Skutulsfjarðar, að Flugvallarvegi 631.

68 Innstrandavegi

59 Laxárdalsheiði

643 Strandavegi

645 Drangsnesvegi

DEILA