Tónlistarskóli Ísafjarðar – staða skólastjóra auglýst

Bergþór Pálsson, skólastjóri. Mynd: Albert Eiríksson.

Bergþór Pálsson hefur ákveðið að láta af störfum við Tónlistarskólann á Ísafirði í haust og hefur starfið verið auglýst.

Albert Eiríksson segir í samtali við Bæjarins besta að alltaf hafi staðið til að vera fjögur ár og nú eru þau að verða liðin og liggur þá leiðin suður.

Í auglýsingu segir að leitað sé að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið starf skólans. „Viðkomandi þarf að hafa skýra framtíðarsýn hvað varðar tónlistarkennslu, vera skapandi og metnaðarfull(ur). Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.“

 Nemendur eru á þriðja hundrað en, auk þess margir eingöngu í kór eða lúðrasveitum skólans. Kennarar eru 13 talsins af ýmsum þjóðernum. Markmið skólans hefur frá upphafi verið að veita almenna tónlistarfræðslu, einkum í hljóðfæraleik, og vinna að eflingu tónlistarlífs á Ísafirði með ýmsu móti. Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á vef skólans: https://tonis.is/

DEILA