Strandanefndin skoðar sameiningu sveitarfélaga

Þorgeir Pálsson er oddviti og sveitarstjóri í Strandabyggð.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrevrandi forsætisráðherra skipaði fyrr á árinu svonefnda Strandanefnd um byggðaþróun í Strandasýslu. Í nefndinni eru fulltrúar frá sveitarfélögunum í Strandasýslu, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun ásamt sérfræðingum frá forsætisráðuneyti og innviðaráðuneyti. Verkefni nefndarinnar felist í tillögugerð um hvernig megi efla byggðaþróun, m.a. með tilliti til fjárfestinga, atvinnuframboðs og -tækifæra á svæðinu. Nefndin hóf störf í febrúar sl. og stefnt er að því að hún ljúki störfum sínum í júlí.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri greinar frá því á vefsíðu Strandabyggðar að  nefndin hittist vikulega ef hægt er, og hafi hitt alþingismenn, fulltrúa fyrirtækja og stofnana. Byrjað sé er að stilla upp sviðsmyndum sem byggi m.a. á hugsanlegum sameiningum sveitarfélaga.  Þorgeir segir að lögð sé áhersla á að koma fram með skýrar tillögur og óskir til stjórnvalda, og auka þannig líkurnar á aðgerðum og fjárhagslegum stuðningi. 

Þrjú sveitarfélög eru í Strandasýslu, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur.

DEILA