Samkaup tekur þátt í saman gegn sóun á Ísafirði

Meðlimir Akkeris og starfsmenn Saman gegn sóun hjá Umhverfisstofnun. Frá vinstri: Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson (Umhverfisstofnun), Guðmundur Steingrímsson (Háskóli Íslands), Þorbjörg Sandra Bakke (Umhverfisstofnun), Bergrún Ólafsdóttir (Samkaup), Margrét Gísladóttir (Mjólkursamsalan), Sigurjón Svavarsson (Elkem) og Birgitta Steingrímsdóttir (Umhverfisstofnun). Á myndina vantar Svein Margeirsson frá Brim.

Samkaup tekur þátt í opnum fundi á vegum starfshópsins Saman gegn sóun sem haldinn verður á Ísafirði í dag, 16. apríl.

Saman gegn sóun er starfshópur á vegum Umhverfisstofnunar sem hefur það að markmiði að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir. Samkaup er hluti af Akkeri, ráðgefandi hóp á vegum stofnunarinnar sem hefur það hlutverk að styðja við verkefnahópinn með sérþekkingu sinni af dagvörumarkaði.

Samkaup eru sérstaklega stolt af því að vera hluti af ráðgefandi hópnum og við hlökkum til að tala við almenning og vinnustaði á svæðinu um tækifæri í úrgangslosun. 

Saman gegn sóun er verkefni frá árinu 2016 og felast helstu hlutverk Akkeris í því að m.a. að veita innsýn inn í stöðuna í málaflokknum, virkja hagsmunaaðila, tryggja eignarhald og samstöðu í verkefninu, hjálpa til við sýnileika og koma að þróun, framsetningu og mögulega framfylgd aðgerðaráætluninnar.

Fundurinn verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl 13 – 15:30 og hvetur Samkaup alla til þess að taka þátt.

DEILA