Karfan : Vestri : KV í kvöld

Í kvöld er fyrsti leikur í úrslitaviðureign Körfuknattleiksdeildar Vestra og KV í meistaraflokki karla.  Leikurinn er kl 20.00 í Jakanum, Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði.

Í úrslitaviðureigninni er leikið um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild.  Liðið sem fyrr vinnur tvær viðureignir vinnur sér rétt á að fara upp í fyrstu deild.  Næsti leikur er svo útileikur á Meistaravöllum í Reykjavík á mánudaginn.

Vestri hefur mætt KV í tveimur leikjum í vetur og vann þá báða.  Leikirnir voru skemmtilegir og jafnir enda liðin nokkuð jöfn að getu.

Tímabilið hefur verið gott hjá KKD Vestra og enduðu þeir deildakeppnina í efsta sæti  annarrar deildar. 

Ljóst er að það verður spennandi leikur í kvöld og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og að styðja við bakið á liðinu.

DEILA