Ístækni selur búnað til Svíþjóðar

Ístækni er til húsa á Sindragötunni á Ísafirði.

Í gær 11. apríl 2024 var undirritaður samningur á kaupum á framleiddum búnaði frá Ístækni ehf til sænska fyrirtæknisins Gårdfisk. Um er að ræða fyrstu erlendu sölu Ístækni ehf sem tók til starfa 1 des sl.

Búnaðurinn sem Svíarnir kaupa eru færibönd, ísskiljur og fl. Gårdfisk er fiskeldisfyrirtæki á Skáni er í eigu sænskra bænda.

Jóhann Bæring Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ístækni:

“Við hjá Ístækni ehf erum mjög ánægðir að hafa náð samningi við Gårdfisk og erum spennt fyrir því að hjálpa þeim að þróast og stækka með þeirri þekkingu og reynslu sem við búum yfir” Vonandi mun þetta leiða til frekara samstarfs á komandi árum enda er Gårdfisk að gera áhugaverða hluti í landeldi í Svíþjóð”. Í dag starfa 23 starfsmenn hjá Ístækni við þjónustu og framleiðslu á Ísafirði og er verkefnastaðan nokkuð góð næstu mánuði.

Starfsmenn Ístækni bregða á leik við aldrei fór ég suður merki síðustu hátíðar.

Mynd: Ístækni.

DEILA