Ísafjörður: 2000 ferðamenn með Aidasol

Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Ísafjarðar í gær og stoppaði í nokkra klukkutíma. Þar var Aidasol, en það er 253 metra langt og 38 metra breitt. með því komu 1.997 ferðamenn en auk þeirra eru 646 manns í áhöfn. Skipið væri fullt en það er gefið upp fyrir 2.194 farþega.

Hilmar Lyngmó, hafnarstjóri taldi að hafnargjöldin væru 4 – 5 milljónir króna af skipakomunni. Hefði skipið ekki getað lagst upp að bryggju hefðu hafnargjöldin orðið 1,5 – 2 milljónum króna lægri.

Í sumar verður gert bílastæði fyrir rúturnar og er verkið komið í útboð. Þá verður hannað um 300 fermetra móttökuhús og það reist á næsta ári.

Hilmar segir að dýpkunin gangi vel og á hann von á því að hollenska dýpkunarskipið ljúki sínu verki í vikunni sem er að hefjast. Þá þarf Álfsnesið að koma og klára það sem grynnra er.

Næstu tvö skip koma sunnudaginn 21. apríl, eftir tæpa viku. Er annað þeirra 298 metra langt og hitt 217 metra langt.

Aidasol í Sundahöfn.

Myndir: Heimir Tryggvason.

DEILA