Ísafjarðarbær: framkvæmdir 2023 voru 736 m.kr.

Frá framkvæmdum við Sundabakka. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Í yfirliti fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar yfir framkvæmdir síðasta árs kemur fram að framkvæmt var fyrir 736 m.kr. en fjárheimildir voru fyrir 790 m.kr.

Hafnarframkvæmdir voru langstærsti liðurinn. Framkvæmt var fyrir 346,6 m.kr. og ber þar hæst stækkun Sundabakka. Áætlað var að framkvæma á árinu fyrir 375 m.kr. Helsta ástæða lægri kostnaðar er frestun á 25 m.kr. framkvæmd á endurbótum á hafnargarðs Þingeyri.

Eignasjóður framkvæmdi fyrir 257 m.kr. og þar voru framkvæmdir við íþróttavöllinn á Torfnesi fyrirferðarmestar en varið var 157 m.kr. til verksins á árinu.

Helsta ástæða lægri kostnaðar í húsnæði og lóðir og opin svæði eru verkefni sem töfðust og flyst því kostnaður að hluta yfir á árið 2024. Gatnagerð er lægri en áætlaður kostnaður vegna hærri þátttöku vatnsveitu og fráveitu í kostnaði en áætlað var.

Farið var í áfanga 2 í Staðardal, verkefnið er styrkt af fiskeldissjóði og nam kostnaður 14 m.kr eftir
greiðslu styrkja vegna verkefnisins. Einnig var áætlað að setja vatnsveitulagnir í Skógarbaut, Seljalandi,
Tunguhverfi, Hrauntungu og Engjatungu og nam kostnaður þess ásamt lagningu í Suðurtanga og Æðartanga, kostnaður varð 11,3 m.kr. og samtals eru færðar 25,3 m.kr. á þennan lið.

Kostnaður við fráveitur varð 67,9 m.kr. Áætlað var að fara í sameiningu útrása og hreinsivirki á Suðureyri og Flateyri, tvöfalda fráveitu í Hafnarstræti og leggja fráveitulagnir Tunguhverfi. Jafnframt var farið í fráveitulagnir á Suðurtanga og Æðartanga. Áætlaðar fráveitu framkvæmdir námu 37 m.kr. en framkvæmt var fyrir 67,9 m.kr. Helsta ástæða þess er hluti fráveitu í framkvæmdum á Suðurtanga og Æðartanga sem nam 27 m.kr.

DEILA