Hólmavík: byggðakvóti verður auglýstur til sex ára

Frá Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar segir að áætlað sé að 500 tonn fari í gegnum fiskvinnslu á Hólmavík það sem eftir lifir þessa fiskveiðiárs.  Úthlutunin á 500 tonna sértækum byggðakvóta nú til Vissa útgerð ehf á Hólmavík nær bara til þessa fiskveiðiárs.  Hann segir að í framhaldinu verði auglýst eftir samstarfsaðilum í þeim byggðalögum sem stjórn Byggðastofnunar ákveður til allt að sex ára.

Samstarfsaðilar Vissa útgerðar ehf eru eftirtaldir 12 aðilar:

  1. Von harðfiskverkun ehf
  2. Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf
  3. Vissa útgerð ehf
  4. Æður ehf
  5. Gráðuvík sf
  6. Sævík ehf
  7. Gíslabali ehf
  8. Gámaþjónusta Hólmavíkur ehf
  9. Hafvík ehf
  10. Steinunn frá Naustvík ehf
  11. Dráttur ehf
  12. Hafþór Torfason
DEILA