Handboltinn: Hörður vann fyrsta leikinn

Hörður Ísafirði vann fyrsta leikinn í einvígi liðanna í Grill66 deildinni í handknattleik. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í umspilinu um sæti í olísdeildinni og mun mæta liði Fjölnis í Grafarvogi um sætið.

Úrslit leiksins urðu 28:25 eftir að Hörður hafði leitt í hálfleik 14:10. Framan af fyrri hálfleiknum náði Hörður góðri forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn hafði Þór tekist að minnka muninn í eitt mark, en Hörður jók muninn á nýjan leik og vann með fjögurra marka mun. Miklu munaði um góða markvörslu Jonas Meier í marki Harðar en hann varði alls 22 skot.

Vel var mætt á leikinn og voru liðlega 500 manns samkvæmt upplýsingum HSÍ.

Liðin mætast að nýju á Akureyri á föstudaginn.

DEILA