Básar Ísafirði: sjávarréttaveisla á laugardaginn

Hin árlega og ljúffenga sjávarréttaréttaveisla Kiwnisklúbbsins Bása verður haldin laugardaginn 27. apríl í Kiwanishúsinu á Skeiði Ísafirði. Veislan verður með breyttu og betra sniði en áður. Í boði verða saltfiskur og saltfiskréttir ásamt öðrum hefðbundnum fiskréttum, Einnig verða í boði réttir með asísku ívafi frá listakonunum á Thai Tawee. Þetta lætur enginn fram hjá sér fara sem vill gæða sér á góðum og ljúffengum mat.

Þessi veisla er ein af stærri fjáröflunum Kiwanisklúbbsins Bása svo það er um að gera að mæta, njóta og um leið styðja við góð málefni.

DEILA