Ársfundur Byggðastofnunar í Bolungavík á morgun

Á morgun verður haldinn ársfundur Byggðastofnunar. Að þessu sinni verður fundurinn í Félagsheimili Bolungavíkur og hefst kl 13 og áætlað að fundinumverði lokið laust fyrir kl 16 síðdegis.

Nýr innviðaráðherra Svandís Svavarsdóttir mun flytja sitt fyrsta ávarp í þessari ráðherrastöðu þar sem byggðamálin eru undir.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri flytur erindi um Bolungavík 1000+ þar sem hann fer yfir áherslur sveitarfélagsins, stefnu og framtíðarsýn.

Andri Már Elíasson, forstjóri og sérfræðingar Byggastofnunar gera grein fyrir starfsemi stofnunarinnar.

Ársreikniingur Byggðastofnunar fyrir 2023 hefur verið staðfestur. Reyndist afkoma ársins vera jákvæð um 703,5 milljónir króna. Hreinar vaxtatekjur voru 1.243 milljónir króna eða 46% af vaxtatekjum, samanborið við 794 milljónir króna hreinar vaxtatekjur árið 2022. Laun og annar rekstrarkostnaður nam 623 milljónum króna samanborið við 558 milljónir árið 2022. Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 22,64% en skal að lágmarki vera 8%.

Í fundarboði eru allir boðnir velkomnir.

DEILA