Arctic Fish og Vestri knattspyrna í samstarf

Undirritun styrktarsamnings milli Vestra og Arctic Fish.

Arctic Fish verður einn af aðalstyrktaraðilum Vestra knattspyrnu næstu árin. Skrifað hefur verið undir samning þar sem að merki Arctic Fish verður á keppnistreyjum meistaraflokks karla og kvenna en jafnframt styrkir félagið barnastarf Vestra.

„Nú þegar við höfum blásið í seglinn í kvennaknattspyrnu á Vestfjörðum er ánægjulegt að finna velvilja fyrirtækja á svæðinu sem gerir okkur kleift að halda úti metnaðarfullu starfi“ segir Kristján Þór Kristjánsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Það er frábært að fá Arctic Fish í lið með okkur og stuðningur þeirra er okkur mikils virði“ segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla.

„Það fyllir okkur stolti að geta tekið þátt í velgengni Vestra í knattspyrnu og vera þáttrakendur í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Meistaraflokkur karla í efstu deild, aukinn kraftur í kvennaknattspyrnu og öflugt barna- og unglingastarf Vestra lýsir vel þeim krafti og meðbyr sem er á Vestfjörðum þessi misserin“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish.

Á meðfylgjandi myndum er Stein Ove Tveiten með forsvarsfólki Vestra og fulltrúum iðkenda. Aðalbúningurinn er með merki Arctic Fish en á varabúninginum verður Mowi Arctic merkið en undir því nafni eru vörur félagsins seldar.

Áfram Vestri

DEILA