Alþingi: spurt um jarðgöng á Vestfjörðum

Grjóthrun á Súðavíkurhlíð.

María Rut Kristinsdóttir varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavík hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til innviðaráðherra um uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum.

Spurt er um Súðavíkurgöng og um jarðgöng um Mikladal og Hálfdán.

 Í fyrsta lagi er spurt hvort til greina komi „að mati ráðherra að flýta áætluðum framkvæmdum við Súðavíkurgöng samkvæmt jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar í ljósi þeirra aðstæðna sem íbúar Súðavíkur og nágrennis búa við vegna snjóflóða- og aurskriðuhættu.“
 Í öðru lagi spyr María Rut hvort ráðherra hafi íhugað að flýta jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán til að tryggja íbúum svæðisins jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flugsamgöngum allan ársins hring.

Það kemur í hlut nýs innviðaráðherra Svandísar Svavarsdóttur (V) að svara fyrirspurnunum.

María Rut Kristinsdóttir (C).

DEILA