Vonskuveður á Vestfjörðum

Flestir fjallvegir og margir lálendisvegir eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og er ekki líklegt að þeir verði opnaðir í dag. Þæfingsfærð, snjóþekja eða hálka er á nokkrum leiðum. Unnið er að mokstri á Kleifaheiði en lokað um Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. Þá er Klettháls ófær. Í morgun var lokað um Súgandafjörð og Hvilftarströndina til Flateyrar. lokað er norðan Hólmavíkur í Árneshrepp.

DEILA