Milljarður í styrki til lýðheilsuverkefna á Íslandi

Embætti landlæknis leiðir tvö stór lýðheilsuverkefni á sviði heilbrigðismála sem nýlega hafa hlotið nærri 1,0 milljarð kr. í styrk frá Evrópusambandinu.

Um 800 m.kr. renna til verkefnis sem felst í innleiðingu árangursríkra aðgerða til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma.

Alls taka 22 aðildarríki Evrópusambandsins þátt í verkefninu ásamt Íslandi, Noregi og Úkraínu og nemur heildarfjárhæð Evrópusambandsins til verkefnanna 11 milljörðum króna.

Hitt verkefnið snýr að aðgerðum til að sporna við útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Sá styrkur nemur um 113 m.kr. og mun styðja við framkvæmd verkefna í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á þessu sviði.

Verkefnastyrkirnir eru fjármagnaðir af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins sem hefur aldrei veitt jafn háa fjárhæð til lýðheilsuverkefna og nú.

Styrkirnir sem fara til sambærilegra verkefna í öðrum Evrópulöndum nema samtals um 18,5 milljörðum króna. 

DEILA