Leikfélag Hólmavíkur: frumsýning á morgun

Leikfélag Hólmavíkur heldur uppteknum hætti að setja árlega upp leiksýningu og þetta árið er það farsinn Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield sem varð fyrir valinu. Skúli Gautason er leikstjóri, fimm leikarar taka þátt í verkefninu og fjöldi fólks leggur sitt af mörkum. Miðaverð er kr. 4.000.-

Sýningar eru í Sævangi og eru sem hér segir:

Frumsýning, laugardaginn 30. mars, kl. 20:00
2. sýning, fimmtudaginn 4. apríl, kl. 20:00
3. sýning, laugardaginn 6. apríl, kl. 20:00
4. sýning, fimmtudaginn 11. apríl kl. 20
Lokasýning, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20

Í leikritið segir frá Fríðu sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar eina helgi á meðan hún bregður sér í frí. Það á ekki fyrir henni að liggja að eiga náðuga daga, því gestirnir eru af ýmsu tagi. Þeir eiga þó sameiginlegt að vera í ævintýraleit og ætla aldeilis að gera sér glaðan dag og eiga góðar stundir.

Mögulegt er að fá leikhússúpu í Sævangi á undan sýningunni, ef fólk hefur áhuga á. Miðasala og pantanir í sýningar og súpu í síma 693-3474 (Ester Sigfúsdóttir).

DEILA