Ísafjörður: páskaföndur pólska félagsins í bókasafninu

Pólska félagið á Vestfjörðum heldur uppi öflungu félagsstarfi og það stóð fyrir samkomu fyrir yngri kynslóðina í Bókasafninu á Ísafirði á laugardaginn 16. mars. Bókasafnið bauð félaginu að koma saman og hafa páskaföndur fyrir krakkana.

Sælgætisgerðin Góa  bauð uppá súkkulaði og nammi og bókasafnið bauð uppá allt föndurdótið.

Um 40 krakkar komu auk fullorðinna og áttu góða stund saman. „Miklir lista menn hér á ferð“ sagði Valur Andersen, sem sendi myndirnar sem teknar voru. Sjálfur var hann staddur í Elbląg í Póllandi. 

Unga kynslóðin var áhugasöm við föndrið.

Hluti af afrakstrinum.

Uppfært kl 10:21. upphaflega var sagt að páskaföndrið hefði verið í safnaðarheimilinu en það var í bókasafninu á Ísafirði.

DEILA