Ísafjarðarbær – Styrkir til menningarmála

Á fundi Menningarmálanefnda Ísafjarðarbæjar þann 7. mars var úthlutað styrkjum ársins 2024.

Alls bárust 16 umsóknir en til úthlutunar voru 3.000.000 kr.

Menningarmálanefndin samþykkti að veit eftirtöldum 14 aðilum styrki.

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir, f.h. Földu ehf., vegna skapandi fjölskyldusmiðju fyrir páska, kr. 210.000.
Fjölnir Már Baldursson, vegna kvikmyndarinnar Ótta, kr. 250.000.
Greipur Gíslason, f.h. Við Djúpsins ehf., vegna Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið,
kr. 250.000.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, f.h. The Pigeon International Film Festival, vegna PIFF 2024, kr. 250.000.
Greta Lietuvninkaité-Suscické, vegna Write It Out ritlistarstúdíó, kr. 95.000.
Margeir Haraldsson Arndal, f.h. Lýðskólans á Flateyri, vegna sumarhátíðar Lýðflat, kr. 250.000.
Halla Ólafsdóttir, vegna útsýnisveggs vegglistaverks, kr. 240.000.
Elísabet Gunnarsdóttir, f.h. Kol og salt, vegna sýninga- og viðburðadagskrá í Úthverfu, kr. 250.000.
Guðrún Helga Sigurðardóttir, f.h. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði, vegna sólrisuleikrits Menntaskólans á Ísafirði, kr. 250.000.
Gunnar Ingi Hrafnsson, f.h. Litla leikklúbbsins, vegna leiksýningar haustið 2024, kr. 250.000.
Steinunn Ása Sigurðardóttir, f.h. Leikfélags Flateyrar, vegna leiksýningar haustið 2024, kr. 250.000
Sandra Borg Bjarnadóttir, f.h. Snadra ehf., vegna skapandi vinnustofa, kr. 200.000.
Þorgils Óttarr Erlingsson, f.h. Snadra ehf., vegna námskeiðs í silkiprentun, kr. 105.000.
Maksymilian Haraldur Frach, vegna Brú – tónlist fyrir eldri borgara, kr. 150.000.

DEILA