Ísafjarðarbær: fella niður gatnagerðargjöld fyrir 15,5 m.kr.

Tunguhverfi Ísafirði.

Bæjarráð hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjöld af tveimur lóðum á Ísafirði. Annars vegar eru það gatnagerðargjöld að fjárhæð 6,1 m.kr. vegna Daltungu 4 og hins vegar 9,4 m.kr. vegna Hrauntungu 1 – 3.

Lóðinni Daltungu 4 var úthlutað til Tanga ehf. þann 16. júní 2022. Í nóvember sama ár barst ósk frá lóðarhafa um niðurfellingu gatnagerðargjalda í samræmi við samþykktir bæjarstjórna, en lóðin fellur undir ákvæði samþykktarinnar. Formleg afgreiðsla erindis Tanga fór ekki fram þar sem um tíma leit út fyrir fyrirtækið ætlaði að skila lóðinni og hætta við byggingaráform. Nú er staðan sú að fyrirtækið ætlar að halda áfram með byggingu íbúðarhúss á lóðinni og hefur óskað eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar þann 6. október 2022.

Bæjarstjórn úthlutaði lóðunum Hrauntungu 1-3 til Skeiðs ehf. þann 4. mars 2021. Bæjarstjórn ákvað þá að framlengja þágildandi heimild um niðurfellingu gatnagerðargjalda til til 31. desember 2021. Búið að er steypa sökkla húsanna.

Málið fer nú til bæjarstjórnar til staðfestingar.

DEILA