Ísafjarðarbær: 12 m.kr. til fjögurra félaga í uppbyggingarsamninga

Skotíþróttafélag Ísafjarðar vinnur þessa dagana að byggingu fyrir félagið á Torfnesi. Mynd: skotís.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fjögur félög fái uppbyggingarsamning þetta árið og verði styrkfjárhæðin samtals 12 m.kr. Jafnfram leggur nefndin til að upphæð uppbyggingarsamninga verði hækkuð á næsta ári en hún hefur haldist óbreytt í mörg ár og segir kominn tími til að endurskoða upphæðina sem og að vísitölutengja hana.

Eftirfarandi félög fái styrk:

Klifurfélag Vestfjarða kr. 1.160.000
Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 5.830.000
Skíðafélag Ísfirðinga kr. 2.800.000 fyrir snjógirðingum.
Knattspyrnudeild Vestra kr. 2.210.000 til að standsetja gestaklefa (klefa meistaraflokks kvenna) eins og tilgreint er í umsókn.

Alls bárust níu umsóknir. Ekki er orðið við eftifarandi umsóknum:

Körfuknattleiksdeild Vestra: Uppbygging körfuboltavallar í Holtahverfi. Upphæð 2.200.000 kr.

Skíðafélag Ísfirðinga: Vatnslögn við barnasvæði fyrir snjóframleiðslu. Upphæð 3.600.000 kr.

Golfklúbburinn Gláma Þingeyri: Tækjabúnaður. Upphæð 2.000.000 kr.

Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar: Aðstaða við áhorfendastúku, salernisaðstaða, pípulagnir, raflagnir, innréttingar, útihurðir og gluggar. Upphæð 18.468.899 kr.

Knattspyrnudeild Vestra: Svalir við vallarhús. Upphæð 2.115.000 kr.

Umsókn knattspyrnudeildar Vestra um nýjar hurðir í búningasklefa í vallarhúsi ásamt skápum í leikmanna og dómaraklefa. Upphæð 4.190.000 kr. var orðið við að hluta eða 2.210.000 kr.

DEILA