Ingimundur SH 335

Ingimundur SH 335 ex Heiðrún GK 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Ingimundur SH 335 frá Grundafirði kemur hér til hafnar í Reykjavík um árið en togarinn bar þetta nafn á árunum 2000 til 2004

Upphaflega hét togarinn Heiðrún ÍS-4 og var smíðuð árið 1978 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar h/f á Ísafirði fyrir Völustein h/f í Bolungarvík.

Njörður h/f í Sandgerði keypti Heiðrúnu ÍS 4 haustið 1997 og fékk hún í framhaldinu einkennisstafina GK og númerið 505.

Í desember 1999 var Heiðrún GK 505 , ásamt Þór Péturssyni GK 504, seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og ársbyrjun 2000 fékk hún nafnið Ingimundur SH 335.

Árið 2004 fékk togarinn nafnið Skúmur HF 177 með heimahöfn í Hafnarfirði. Skúmur var seldur til Rússlands vorið 2006.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA