Frístundasvæði í Dagverðardal

Yfirlit yfir skipulagssvæðið unnið af M11 arkitektum. Myndin gefur til kynna hugmyndir að útfærslum á byggingum en ekki er um endanlega hönnun að ræða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur vísað til kynningar vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi frístundasvæðis F14 í Dagverðardal í Skutulsfirði.

Skipulagið gerir ráð fyrir frístundabyggð með þjónustusvæði í Dagverðardal.

Áætlað er að byggja 39 frístundahús á svæðinu þar sem vistvænar áherslur verða hafðar að leiðarljósi, bæði hvað varðar hönnun, efni, endingu og upphitun húsa og rask á náttúrunni.

Breytingarnar eru í samræmi við vinnslu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem svæðið verður tekið úr landnotkun ætlað undir íbúðarbyggð.

DEILA