Fiskeldissjóður: sótt um styrki að fjárhæð 1.540 m.kr.

Menntaskólinn á Ísafirði.

Alls bárust umsóknir frá átta sveitarfélögum um styrk úr Fiskeldissjóði samtals að fjárhæð 1.540 m.kr.

Tvö sveitarfélaganna eru á Austfjörðum. Fjarðabyggð er með 5 umsóknir samtals að fjárhæð 543,3 m.kr. og Múlaþing lagði inn tvær umsóknir um styrk samtals að fjárhæð 165,5 m.kr.

Hæsta fjárhæðin er frá Fjarðabyggð , en sótt er um 245,2 m.kr. styrk vegna lengingar ´bryggju á Fáskrúðsfirði. Múlaþing sækir um 151 m.kr. styrk til þjónustumiðstöðvar , hafnahúss og slökkvistöðvar á Djúpavogi.

Sjóðurinn hefur 437,2 m.kr. til úthlutunar sem nemur 28% af umsóttri fjárhæð. Tekjur Fiskeldissjóðs koma frá fiskeldisgjaldi sem lagt er á eldisfyrirtæki. Tveir þriðju gjaldsins rennur í ríkissjóð en þriðjungur gjaldsins fer til Fiskeldissjóðs.

Sex sveitarfélög á Vestfjörðum sóttu um styrki fyrir 832 m.kr. Þar af er hæst fjárhæðin frá Ísafjarðarbæ 298 m.kr. auk 50 m.kr. umsóknar vegna verkmenntahúss við Menntaskólann á Ísafirði sem þrjú sveitarfélög sækja um sameigilega, Ísafjarðarbær, Bolungavík og Súðavíkurhreppur.

DEILA