Edinborg : ferðamálaráðherra með fund á mándaginn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opins umræðu- og kynningarfundar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundurinn verður haldinn í Edinborgarhúsinu Ísafirði mánudaginn 4. mars kl. 13. Að fundi loknum verður móttaka fyrir fundargesti.

Drög að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 voru unnin í víðtæku samráði stjórnvalda við fjölda hagaðila. Þau eru byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári.

Þá má benda á að tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030 er nú aðgengileg í samráðsgátt á slóðinni:
https://island.is/samradsgatt/mal/3702Ferðaþjónustuaðilar og áhugasöm um þróun ferðaþjónustunnar hjartanlega velkomin!

Sjá nánar á ferdamalastefna.is

Skráning: https://forms.office.com/e/rEFvhexNgk

Lilja Alferðsdóttir, ferðamálaráðherra.

DEILA