Þorrablót Grunnvíkinga og Sléttuhreppinga verður í Hnífsdal eftir viku

Frá þorrablóti Sléttuhreppinga. Mynd: Bæjarins besta.

Laugardaginn 10. febrúar verður sameiginlegt þorrablót Grunnvíkinga og Sléttuhreppinga haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal.

 Átthagafélög Grunnvíkinga og Sléttuhreppinga héldu þorrablót um langt árabil hvort um sig og hafa þau verið vettvangur fyrir brottflutta Grunnvíkinga og Sléttuhreppinga og afkomendur þeirra til að hittast og skemmta sér saman. Frá 2017 hafa félögin staðið sameiginlega að þorrablótinu.

Blótið verður með hefðbundnu sniði, gestir koma með sín eigin trog full af kræsingum.

Heimatilbúin skemmtiatriði, veglegt happdrætti, gleði, söngur og gaman.

Hljómsveitin Fagranes leikur fyrir dansi. Einnig verður boðið uppá upprifjun í gömlu dönsunum í vikunni fyrir blótið.

Miðaverð kr. 4.500.-
miðapantanir í símum:
848-2068, Andrea
863-3830 Dagný
borgað við innganginn, posi á staðnum.

Allar upplýsingar má sjá á Facebook:  https://www.facebook.com/events/1729928544155792

DEILA