Handbolti: Hörður fær Þór í heimsókn í dag

Í dag fær Hörður lið Þórs frá Akureyri í heimsókn í Grill66 deildinni í handknattleik.

Leikurinn hefst kl 16 í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.

Þór er í 2. sæti í deildinni með 18 stig eftir 13 leiki og stefnir upp í Olísdeildina ef fram fer sem horfir. Hörður hefur leikið 12 leiki og hefur 12 stig og er í 6. sæti í deildinni.

Lið Ísfirðinganna þyrfti að helst að vinna leikinn til þess að koma sér í kapphlaupið umsæti í Olísdeildinni.

Á síðasta leik Harðar fyrr réttri viku mættu nærri 300 manns til þess að hvetja strákana og veittu þeim góðan stuðning.

Frítt inn að venju.

DEILA