Veiðigjald fyrir 2024 hefur ekki verið ákveðið

Svndís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur ekk enn birt auglýsingu um veiðigjald í sjávarútvegi fyrir 2024.

Samkvæmt lögum um veiðigjald frá 2018 gerir ríkisskattstjóri tillögu um fjárhæð veiðigjalds hvers nytjastofns fyrir komandi veiðigjaldsár til þess ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál eigi síðar en 1. desember. Skal tillagan vera um að veiðigjaldið nemi 33% af reiknistofni hvers nytjastofns skv. 5. gr. laganna. Ráðherra auglýsir gjaldið sem krónur á kílógramm landaðs óslægðs afla fyrir áramót. Veiðigjaldsár er almanaksár.

Síðast auglýsti ráðherra 2. desember 2022 veiðigjald fyrir 2023 og þar kemur fram að auglýsingin sé sett að fenginni tillögu embættis ríkisskattstjóra.

Veiðigjaldið fyrir þorsk var 19,17 kr/kg af óslægðum fiski.

Ekki hafa komið fram skýringar á því hvers vegna veiðigjaldið hefur ekki verið ákveðið og beðið er svara Matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Bæjarins besta.

DEILA