Sundahöfn: dýpkun hefist í mar/apríl

Álfsnesið.

Vegagerðin segir í svari við fyrirspurn við fyrirspurn Bæjarins besta um dýpkun Sundahafnar að reiknað sé með að farið verði í dýpkunarframkvæmdir í lok mars eða byrjun apríl eða um leið og Álfsnesið losnar úr Landeyjahöfn.

Dýpkun átti að vera lokið í fyrra og fram kemur hjá Ísafjarðarhöfn að tafir á dýpkuninni hafi kostað höfnina um 150 m.kr. í töpuðum tekjum og að gert er ráð fyrir svipuðu tapi í ár.

Vegagerðin hefur ítrekað kallað dýpkunarskipið úr verkinu til þess að vinna að dýpkun í Landeyjarhöfn. Nú síðast skömmu fyrir jól. Um árangur þess segir Vegagerðin:

„Álfsnesið vinnur að dýpkun Landeyjahafnar og gengur vel miðað við aðstæður sem hafa reyndar ekki verið mjög hagstæðar að undanförnu.“

ekkert hægt að segja um tekjumissi

Vegagerðin var spurð að því hvort hún myndi greiða Ísafjarðarhöfn bætur vegna tekjutapsins.

Vegagerðin segir í svari sínu að síðastliðið sumar hafi verið samið við Björgun um að ljúka ákveðinni dýpkun á þeim tíma.

„Hins vegar var losunarstaður og heimild til losunar ekki frágengin í tæka tíð og m.a. af þeim sökum var ekki hægt að ljúka verkinu. Bryggjan, þekja og rafmagn var ekki tilbúið síðasta sumar og ekkert hægt að segja um meintan tekjumissi hafnarinnar.“

DEILA